Hvað kostar að nota Kass?
Debetkort
Það kostar ekkert að nota debetkort nema þessi venjulegu færslugjöld eins og af öðrum debetkortafærslum. Sumum kortum fylgir ákveðinn fjöldi af ókeypis debetkortafærslum á mánuði. Kannaðu því hvernig kort þú ert með.
Upphæð | Kostnaður |
---|---|
Óháð upphæð | 0 kr. |
Kreditkort
Ef þú notar kreditkort þá fer kostnaðurinn eftir fjárhæðinni sem borguð er hverju sinni:
Upphæð | Kostnaður |
---|---|
4.999 kr. eða minna | 99 kr. |
5.000-9.999 kr. | 199 kr. |
10.000-14.999 kr. | 299 kr. |
15.000-24.999 kr. | 499 kr. |
25.000-49.999 kr. | 899 kr. |
50.000-999.999 kr. | 1699 kr. |
Fjárhæðartakmörk
Allir þeir sem stofna aðgang í Kass hafa 20.000kr heimild innan mánaðar.
Þeir sem vilja Kass-a meira innan mánaðar verða að auðkenna kortið sitt og þá gilda sömu heimildir og eru nú þegar á því korti sem er notað (sjá nánar hér að neðan).
Hærri heimild / Auðkenna kort
Til þess að fá hærri heimild í Kass er nauðsynlegt að auðkenna kortið gegnum appið. Ferlið fyrir auðkenningu:
- Smella á “Kortin þín” neðst á upphafsskjá appsins
- Velja greiðslukort sem á að auðkenna
- Velja valmöguleikann Auðkenna kort
- Slá inn símanúmer/Fylgja leiðbeiningum gegnum 3D Secure* ferli
*3D Secure er ókeypis þjónusta frá Visa og Mastercard sem gerir notandum kleift að versla á netinu á öruggan hátt með því að nota auðkennd debet – eða kreditkort. Ef ekki virkar að skrá inn símanúmer í 3D Secure ferli er nauðsynlegt að hafa samband við sinn viðskiptabanka og biðja um að símanúmer sitt sé skráð hjá bankanum og reyna svo aftur að auðkenna kortið í gegnum Kass.
Viðburðir
Ekki er rukkað sérstaklega fyrir þá viðburði sem stofnaðir eru innan Kass appsins.