Spurt og svarað um Kass

Hvernig millifæri ég á vin minn? Hvernig splitta ég kostnaði með 5 manns? Leitaðu ekki langt yfir skammt – hér finnur þú svör við öllum þínum spurningum varðandi Kass.

Borga, rukka og splitta

Til þess að senda greiðslu þarf að vera búið að skrá debet- eða kreditkort í stillingum.

 1. Opnaðu Kass appið og veldu Borga
 2. Sláðu inn upphæð og taktu mynd ef þú vilt
 3. Veldu vin eða sláðu inn símanúmer
 4. Skrifaðu skilaboð og taktu mynd ef þú vilt
 5. Staðfestu greiðslu með fjögurra stafa leyninúmeri (PIN)

Til þess að rukka greiðslu þarf að vera búið að skrá bankareikning í stillingum. Ef móttakandi greiðslu hefur ekki lokið við að virkja sig sem notanda í Kass, bíður greiðslan í 5 daga áður en hún bakfærist aftur á bankareikning sendanda greiðslunnar. Sendandi greiðslu borgar færslugjald hvort sem greiðsla er móttekin eða ekki.

 1. Opnaðu Kass appið og veldu Rukka
 2. Sláðu inn upphæð sem þú ætlar að rukka og taktu mynd ef þú vilt
 3. Veldu vin sem þú ætlar að rukka eða sláðu inn símanúmer
 4. Skrifaðu skilaboð og taktu mynd ef þú vilt
 5. Ýttu á „Senda“
 1. Opnaðu Kass appið
 2. Sláðu inn heildarupphæðina sem þarf að splitta og taktu mynd ef þú vilt
 3. Veldu vini sem eiga að deila upphæðinni með þér eða sláðu inn númerið þeirra
 4. Skrifaðu skilaboð og taktu mynd ef þú vilt
 5. Ýttu á „Senda“ 
 1. Opnaðu Kass appið
 2. Ýttu á pílurnar efst í vinstra horninu
 3. Þá kemur upp yfirlit yfir allar greiðslur og rukkanir

Já þú getur gert það. Vinur þinn fær þá skilaboð um að hans bíði greiðsla í Kass appinu sem hann þarf þá að sækja og setja upp í símanum sínum til að nálgast greiðslu. Ef hann hefur ekki sótt greiðsluna innan 5 daga er hún bakfærð.

Nei, þú velur hvort þú tekur mynd eða ekki. Þú getur tekið mynd í Kass eða sótt mynd úr símanum þínum. Markmiðið hjá Kass er þó að gera vinagreiðslur skemmtilegar og þægilegar og við trúum að það náist best með myndrænni tjáningu. Það er því oftast viðeigandi að taka mynd af einhverju, til dæmis...

 • Hópmynd þegar vinirnir eru saman á veitingastað
 • Af gjöfinni sem að gefa á í afmælisgjöf
 • Af bíómiðunum sem sýna kl. hvað myndin byrjar

Þú getur borgað vinum þínum að hámarki:

 • 50.000 kr. á dag
 • 150.000 kr. á mánuði

Þú getur rukkað vini þína að hámarki:

 • 500.000 kr. á mánuði

Upphæð getur þó aldrei verið hærri en 50.000 kr. á hvern vin.

Breyta upplýsingum

Þú ferð í stillingar með því að smella á prófílmyndina/tákn efst á miðju skjásins, smellir svo á Greiðslukort og velur Debetkort eða Kreditkort

Debetkort:

 1. Slærð inn nýtt kortanúmer á framhlið kortsins og svo gildistíma*
 2. Vistar upplýsingar

Kreditkort:

 1. Slærð inn nýtt kortanúmer eða smellir á myndavélartáknið og tekur mynd af kortinu – þar með færast upplýsingarnar sjálfkrafa inn (Aðeins í boði fyrir IOS í augnablikinu)
 2. Slærð inn gildistíma korts og þriggja stafa CVC númer aftan á korti
 3. Vistar upplýsingar

Hægt er að sannreyna að nýju kortaupplýsingarnar hafi vistast með því að skoða síðustu fjóra stafina sem birtast hægra megin við Greiðslukort í stillingum.

*Frá og með 13. október verður ekki hægt að skrá tékkaábyrgðarnúmer, eingöngu 16 stafa kortanúmer.

Þú ferð í stillingar með því að smella á prófílmyndina/tákn efst á miðju skjásins

 1. Smellir á Bankaupplýsingar
 2. Slærð inn umbeðnar bankaupplýsingar
 3. Slærð inn kennitölu 
 4. Fyrir Android: smellir á Áfram og staðfestir breytingar með leyninúmeri (PIN)
 5. Vistar upplýsingar 

Já þú getur gert það undir stillingum.

Þú ferð í stillingar með því að smella á prófílmyndina/tákn efst á miðju skjásins

iOS símar

 1. Velur leyninúmer (PIN)
 2. Slærð inn nýtt fjögurra stafa leyninúmer (PIN) tvisvar
 3. Staðfestir með gamla leyninúmerinu (PIN)

Android símar

 1. Smelltu á Breyta leyninúmeri (PIN)
 2. Sláðu inn núverandi leyninúmer (PIN)
 3. Sláðu inn nýtt leyninúmer (PIN)
 4. Staðfestu nýtt leyninúmer (PIN)

 

Þú fyllir út formið undir „Hafa samband“ og óskar eftir breytingunni. Þar þarf að gefa upp bæði símanúmerið sem aðgangurinn þinn var skráður á sem og nýja símanúmerið. Í kjölfarið mun starfsmaður Kass hafa samband við þig í nýja símanúmerið og uppfæra aðganginn.

Vandamál

Vinsamlegast gangið úr skugga um að eftirfarandi sé uppfyllt:

 • Allar nauðsynlegar upplýsingar rétt innslegnar (16 stafa kortanúmer*, gildistími og CVC númer)
 • Nauðsynlegt er að virkja nýtt kort með PIN númeri í posa áður en hægt er að skrá það í Kass (og greiða á netinu yfir höfuð)

Ef þú ert enn í vandræðum, vinsamlegast hafðu samband hér neðst á síðunni og við hjálpum þér eftir bestu getu.

* American Express kortanúmer eru 15 stafir

Ef illa gengur að ná í appið í iOS App Store eða Google Play Store, þá er líklegast að ástæðan sé annað af eftirfarandi:

 • Síminn þinn er með eldri útgáfu af stýrikerfi sem Kass styður ekki. Vinsamlegast athugaðu hvort síminn þinn sé með nýjustu útgáfu þíns stýrikerfis áður en þú reynir að niðurhala Kass. Kass styður þá síma sem keyra á a.m.k. Android 4.1.1 og iOS 7.
 • Hugsanlega finnst Kass ekki í App Store/Play Store þess lands sem þú ert skráð/ur í en Kass er gefið út í eftirfarandi löndum: IS, NO, DK, SE, US. Ef þú ert skráður í App Store/Play Store í öðru landi, gætir þú reynt að breyta tímabundið um land til þess að ná í Kass.

Ef þig grunar að aðrar ástæður séu fyrir því að þér gengur illa að ná í Kass, vinsamlegast hafðu samband og við hjálpum þér.

Ef appið hegðar sér á einhvern hátt óeðlilega, ertu vinsamlegast beðinn um að eyða appinu og ná í nýjustu útgáfuna í App Store/Play Store. Ef vandamálið er enn til staðar, hafðu þá samband við okkur og við munum hjálpa þér með glöðu geði!

Allar framkvæmdar greiðslur eru á ábyrgð notenda. Ef þú hefur millifært á rangan aðila skaltu hafa samband við þann sem fékk greiðsluna. Við reynum að aðstoða eftir bestu getu ef þú hefur samband við okkur.

Ef þú manst ekki leyninúmerið (PIN) þitt þá sendir þú viðeigandi upplýsingar sem óskað er eftir til þjónustuvers og færð sent nýtt leyninúmer undir yfirlit í heimabankanum þínum.

Ástæðan fyrir því að rukkunin skilar sér ekki til viðtakanda gæti verið sú að heimild þín fyrir daginn/mánuðinn er búin. Ef þetta virðist ekki vera ástæðan hafðu þá endilega samband.
Ástæðan fyrir því að greiðslan skilar sér ekki til viðtakanda gæti verið sú að heimild þín fyrir daginn/mánuðinn er búin. Ef þetta virðist ekki vera ástæðan hafðu þá endilega samband.

Virkni og uppsetning

Þegar appið hefur verið sótt, stofnar þú aðgang og velur þér notandanafn. Þá er einfalt að finna vini þína í kerfinu eftir notandanafni, símanúmeri eða með því að tengja við Facebook.

Þegar þú hefur sótt appið gerir þú eftirfarandi:

 • Opnar appið
 • Lest yfir skilmála og samþykkir
 • Skráir símanúmer, nafn og netfang
 • Skráir kredit- eða debetkortaupplýsingar og CVC númer aftan á korti
 • Setur upp bankareikning til að taka á móti greiðslum
 • Velur fjögurra stafa leyninúmer (PIN) til að staðfesta greiðslur

Nú getur þú byrjað að borga, rukka og splitta greiðslum.

Það er frítt að nota debetkort en notendur borga færslugjöld eins og af öðrum debetkortafærslum. Sum kort innifela ákveðinn fjölda af ókeypis debetkortafærslum á mánuði. Kannaðu því hvernig kort þú ert með.

Ef þú notar kreditkort þá fer kostnaðurinn eftir fjárhæðinni. Gjaldskráin er aðgengileg hér á síðunni undir flipanum Verðskrá.

 • MasterCard kreditkort
 • Visa kreditkort
 • MasterCard debetkort
 • Visa debetkort
 • American Express

Við samþykkjum öll íslensk kredit- og debetkort.

Allir sem sem búsettir eru á Íslandi og náð hafa 12 ára aldri geta stofnað Kass reikning, óháð hvaða viðskiptabanka eða fjarskiptafyrirtæki þeir eru í viðskiptum við.

Ýmislegt

Með því að tengja Kass við Facebook finnur þú vini þína og þeir finna þig. Það einfaldar þér að nota Kass enda sérðu hverjir aðrir eru að nota appið. Ef þú leyfðir Kass ekki að tengjast Facebook reikningnum þínum þegar þú skráðir þig fyrst en snýst svo hugur seinna, má leyfa tenginguna með því að breyta stillingunni í símanum sjálfum.

Með því að tengja Kass við símaskrána þína finnur þú vini þína sem þú ert með vistaða í símaskránni og þú getur sent þeim vinabeiðni. Ef þú leyfðir Kass ekki að tengjast símaskránni þegar þú skráðir þig en snýst svo hugur seinna, má auðveldlega leyfa tenginguna með því að breyta stillingunni í símanum sjálfum.

Íslandsbanki er eigandi Kass og ábyrgist allar færslur sem gerðar eru sbr. skilmála Kass.

Hugbúnaðurinn á bak við Kass er hannaður af hugbúnaðarhúsinu Memento ehf. en lausnin hefur verið útfærð í samstarfi bankans og Memento og nýtist öllum eigendum snjallsíma óháð því hvar þeir eru í bankaviðskiptum.

Nei, allir geta notað Kass – óháð viðskiptabanka notandans.

Já, þú getur notað bæði debetkort og kreditkort í Kass.

Appið hefur farið í gegnum ítarlegar öryggisprófanir. Mikilvægt er að gæta vel að leyninúmerinu og gefa það aldrei upp til þriðja aðila. Allar færslur fara í gegnum færsluhirðingarfyrirtækið Borgun og appið hefur farið í gegnum öryggisferli hjá sérfræðingum Íslandsbanka.

Til að fá tæknilega aðstoð eða svör við spurningum þínum varðandi þjónustuna er best að senda okkur línu undir "Hafa samband" flipanum hér á vefsíðunni.

Ef þú verður fyrir því óláni að tapa símanum og/eða vilt láta loka á kortin þín þá hvetjum við þig til að hafa samband við MasterCard eða VISA með því að hringja í neyðarsímanúmer fyrirtækjanna.

 • Neyðarsímanúmerið fyrir MasterCard er 533 1400
 • Neyðarsímanúmerið fyrir VISA er 525 2000

Opið er allan sólarhringinn allan ársins hring.

Kass færslur eru skráðar á færsluyfirliti sem Kass - Íslandsbanki eða Íslandsbanki hf. 0523.

Kass og Tix.is

Þegar þú notar Kass þá þarft þú ekki að finna til greiðslukortið þitt til að skrá kortanúmer og gildistíma. Miðakaupin ættu því að taka styttri tíma.
Allir viðskiptavinir geta keypt miða inná Tix.is og eins geta allir sótt appið Kass óháð fjármálafyrirtæki eða símafyrirtæki
Ef upp koma spurningar sem snúa að miðakaupum er best að hafa samband við Tix miðasölu í gegnum netfangið tix@tix.is. Ef þú hefur spurningar sem tengjast Kass appinu hafðu endilega samband við okkur t.d. í gegnum formið hérna á vefnum.
Notendur hafa 90 sekúndur til að staðfesta greiðslu. Ef notandi staðfestir ekki greiðslu innan þess tímaramma fellur greiðslubeiðnin niður.
Enginn aukakostnaður hlýst af því að nota Kass appið til að greiða fyrir miðakaup. Eini kostnaðurinn sem viðskiptavinir greiða eru færslugjöld til kortafyrirtækis sem ávalt eru greidd þegar greiðslukort eru notuð.
Gengið er frá miðakaupum í gegnum vefsíðu Tix. Þegar kemur að greiðsluskrefi á vefsíðunni velur notandinn Kass lógó og slær inn símanúmer tengt Kass aðgangi sínum. Í kjölfarið sendir Kass appið skilaboð sem birtast í síma greiðanda þar sem beðið er um staðfestingu á greiðslu.

Finnurðu ekki svarið?