Gleymt leyninúmer

Ef þú hefur gleymt leyninúmerinu (PIN) sem þú notar til að staðfesta greiðslur þá getur þú sent okkur fyrirspurn. Sendu okkur símanúmerið þitt og fjóra síðustu stafi greiðslukortanúmers sem þú skráðir í Kass.  

Þjónustuver sendir þér í kjölfarið nýtt leyninúmer (PIN) sem birtist undir yfirlitum í heimabankanum þínum. 

Beiðnir eru afgreiddar á milli kl. 8.30 og 17.00 alla virka daga. Ef beiðnir berast utan opnunartíma þjónustuvers þá eru þær afgreiddar við opnun næsta virka dag.